Ó… átti ég íslenskt blogg?

25 ágúst, 2017 at 3:24 e.h. (Óflokkað)

Rambaði alveg óvart inn á þessa síðu sem ég hef ekki notað frá 2008… rétt tæpum 10 árum seinna 😛 

Það er fullt búið að gerast síðan þá… keypt íbúð á Langholtsveginum og selt svo aftur 2013. Útskrifaðist sem leiðsögumaður og seinna síðan sem jarðfræðingur, hef búið í Argentínu, Chile og Skotlandi, ferðast til Ekvador, Perú, Bólivíu, Chile, Argentínu og Mexíkó með Kristínu, farið svo sjálf til Suður Afríku og til Mexíkó og Grænlands með kærastanum en við búum orðið í Glasgow í Skotlandi. 

Þetta var stutt samantekt síðasta áratugar 😛 Spurning hvort næsta færsla verði 2027? Eða kannski maður skrifi hér eitthvað örlítið oftar  🙂

Varanleg vefslóð Færðu inn athugasemd

Allsberu prinsessurnar í regnskóginum

16 janúar, 2010 at 2:41 e.h. (Óflokkað)

Upphaflega skrifað 16/01/2010

Síðastliðinn mánudag lögðum við af stað í ógurlega ævintýraferð. Stefnan var haldin í átt til Amazon regnskógarins í austur Ekvador, til Kichwa indíánaættbálksins sem býr í þorpinu Wachimak, djúpt inni í skóginum. Eftir langa rútuferð og siglingu á kanó tók við eins og hálf tíma ganga að þorpinu, en þangað kemst maður aðeins fótgangandi. Móðurmál þessa fólk er kichwa en þau tala spænsku sem annað tungumál. Þarna býr ættbálkur sem er samansettur úr systkinahópi sem síðan hefur eignast börn, en meðaltal barna á hjón eru um 7, en eru stundum allt að 11. Kichwa fólkið bjó ekki alltaf í regnskóginum, heldur á rætur sínar að rekja í Andesfjöllin og numu land á svæðum Waorani og Shuar indíánaættbálkanna. Kichwa indíánarnir lifa aðalega á landbúnaði, en þau rækta yuca rætur, maís og hrísgrjón.

Við fórum þangað með því hugarfari að kynnast lífi indíána í Suður Ameríku, en gestrisni þeirra kom okkur algjörlega í opna skjöldu og við fengum tækifæri til að læra mikið meira um fólkið og líf þeirra en við höfðum upphaflega búist við.

Réttur dagsins: Nýveiddir froskar og steiktir bananar

Við fórum til Wachimak fullar eftirvæntingar, óvissar um hvers kyns matur myndi bíða okkar meðal innfæddra í regnskóginum. Þrúður hafði heyrt af takmarkað girnilegum réttum frá fyrri sjálfboðaliðum á svæðinu sem höfðu fengið lirfur í kvöldmatinn, svo eitthvað sé nefnt. En það kom okkur á óvart hversu góður maturinn í raun var, og við fengum að læra ýmislegt um hvernig maður getur nýtt sér umhverfið sér til matargerðar. Við höfðum farið í nokkrar styttri gönguferðir þar sem við höfðum kynnst eitruðum ásamt matar- og lækningarjurtum, sáum kakaó- kaffi-, kanil- og hvítlaukstré, chillitré, bómullartré, myntutré og fjöldan allan af ávaxtatrjám með ávöxtum sem við höfðum aldrei séð áður. Eitt tréð var notað til að lækna hósta og til þess að búa til sápu, en til þess þurfti að særa tréð en úr því rennur blóðrauður vökvi, kallaður Sangre de Drago. Kristín fékk nú að finna fyrir því. Kichwa indíánarnir þekkja hvert einasta tré og jurt, hvernig þær er hægt að nota og hverjir eiginleikar þeirra eru, enda er allt sem þau eiga byggt úr náttúrulegu efni.

Þar sem eldhúsið okkar var staðsett í töluverðri fjarlægð fengum við að reyna og upplifa samskiptatækni Kichwa fólksins, en þau gefa frá sér sérkennilegt kall til að láta vita af ýmsu, hvort sem það var þau nálgist annan bæ, eða til þess að kalla á okkur í mat – hljóð sem vakti okkur á morgnanna í staðinn fyrir vekjaraklukku.

Við vorum tilbúnar í tuskið ef eitthvað yfirþyrmandi framandi myndi vera borið á borð, en sem betur fer þurftum við ekki að gerast óþarflega miklar hetjur – það furðulegasta sem við fengum var ef til vill steiktur froskur í morgunmat, borinn fram með steiktu eggi, matbanönum, fræjum úr sérkennilegum ávexti kallaður patas eða “fætur”. Og það skemmdi ekki stemminguna að Ernesto, einn þorpsbúa, hafði tekist að veiða krókódíl sama morgun og skellt honum á morgunverðarborðið með bundið fyrir munninn og lá þar hinn rólegasti. Annars samanstóð fæðið mikið af yuca rótum, matbanönum, hrísgrjónum og eggjum. Við fengum líka þrisvar nýveiddan fisk úr ánni við hliðina á bænum.

Bað undir stjörnuhimninum

Staðurinn sem við vorum á var mjög fallegur og við upplifðum okkur eins og prinsessur með fjölmarga þjóna í kringum okkur. Gistiskálinn okkar var staðsettur í tæplega kílómeters fjarlægð frá þorpinu. Hann var á tveimur hæðum, við gistum á þeirri efri og fyrir neðan voru tvö hengirúm og göngupallur sem gekk að kamrinum. Í hina áttina voru nokkur skref í fallega á, þar sem við böðuðum okkur yfir heitasta tíma dagsins, eða eftir svitakenndar göngum um hæðir og skóga Amazon. Vegna þess hversu langt við vorum frá öllum öðrum, gaf það okkur tækifæri á að baða okkur dálítið frjálslega Það má segja að við höfðum átt fallegasta baðkar í heimi.

Hinir kynlausu seiðkarlar (?)

Daginn sem við komum tóku þorpsbúar strax eftir að Kristín var ekki við hestaheilsu, með hósta og hor í nös. Þeir tóku sig til og söfnuðu lækningajurtum og kveiktu bál í garðinum okkar, þar sem fljótlega var svo hengdur nornalegur pottur þar sem jurtaseiðið mallaði. Í miðjum garðinum var hluti grassins hulið stórum pálmum og kollur í miðjunni. Okkur var skipað að fara úr öllum fötunum, með handklæði vafið um okkur og setjast á setjast á kollinn. Pottinum var komið fyrir á móti okkur og teppi breitt yfir okkur og pottinn. Við fengum prik til þess að ýta lokinu smátt og smátt af og anda vel að okkur jurtagufunni sem kom upp úr pottinum. Við svitnuðum gífurlega og svitinn byrjaði dropa ofan í pottinn. Fimmtán mínútum síðar var teppið tekið af og við fengum að súpa af seiðinu. Eftir seremóníuna áttum við að baða okkur upp úr seiðinu í miðjum garðinum, handklæðislausar, fyrir framan karlana sem bjuggu til seiðið. Við stóðum þarna eins og illa gerðir hlutir og biðum eftir að þeir færu, en þeir fóru ekki fet. Kristín reyndi að venjast hugmyndinni en Þrúður hélt nú ekki! Eins og þeir væru einhverjir kynlausir seiðkarlar sem mættu horfa á hvað sem er !!! Eftir smá skraf máttum við fara bak við hús með pottinn, þar sem við afklæddumst í ró og næði, án augnagota seiðkarla.

En þetta var ekki eina hóstameðalið sem Kristín fékk að upplifa að hætti Kichwa indíána. Þeir tóku fyrrnefndan blóðsafa úr trénu, blandaðan svolitlu vatni og sítrónusafa, og sögðu Kristínu að skola hálsinn upp úr því. En þar sem þetta er líka sápa, þá var Kristín ekki fyrr byrjuð að rúlla vöknanum í hálsinum þegar það fór að freyða út um allt. Skemmtileg sjón! Það vakti mikla kátínu meðal áhorfenda, þar á meðal Kristínu sem gat varla einbeitt sér að verkefninu.

Næturveiði

Eitt af því sem hægt er að gera í Wachimak er að fara með þorpsbúum að veiða, hvort sem er að degi eða nóttu til. Jacobo, leiðsögumaðurinn okkar, setti næturveiði inn í stundaskrána okkar. Við vorum spenntar en vissum ekki alveg við hverju við ættum að búast. Okkur var sagt að fara í sundfötum og stígvélum og þegar á áfangastað var komið var vaðið beint út í ána, sama hversu djúp hún var, í svarta myrkri, og kastað neti út í vatnið. Í raun fórum við vatnsleiðina alla leiðina aftur til Wachimak, kastandi sérstöku hringlaga neti með blýi á endunum sem gerði það að verkum að það pokaðist saman áður en blýið skall í botninn og náði þar með öllum fiskum sem í vegi þess var. Þetta var gert með tveggja metra millibili alla leiðina, með vasaljós í hendi og okkar vasajós fór sífellt dofnandi. Það endaði með því að við urðum alveg ljóslausar, gangandi í myrkrinu aðeins skrefi á eftir leiðsögumanninum og héldumst í hendur til að detta ekki ofan í ána, með pokann okkar með myndavélunum og þurru fötunum okkar.

Jacobo hafði daginn áður farið með okkur í heimsókn til frænda hans, sem hafði verið stunginn í fótinn af skötu, alveg eins og Crocodile Hunter, og mörgum mánuðum seinna var hann ekki enn farinn að geta gengið almennilega. En Jacobo hafði einnig sagt að í ánni okkar væru engin hættuleg dýr og því kom það okkur algjörlega í opna skjöldu þegar allt í einu flækist skata í netinu okkar. Við hrukkum öll til, ekki með machete með okkur, sem er einhvers konar sverð, notað mjög mikið í regnskóginum og því ekki með nokkra leið til þess að drepa skötuna né verja okkur. Eftir þessa skuggalegu reynslu fór okkur ekki að standa á sama – þarna í vatninu voru i raun hættulegar, eitraðar og illskeyttar skötur og við ekki með ljós til að sjá fyrir neðan okkur né vopn til að verja okkur. Síðasti hálftími veiðarinnar ætlaði engan enda að taka, en svo komumst við loks til byggða, með tvo froska, krabba og þó nokkra litla og framandi fiska í poka.

Lokahófið

Það er siður þegar það koma gestir til Wachimak að það sé haldin lítil kveðjuhátíð kvöldið áður en gestirnir fara. Hún hófst upp úr klukkan 21:00, en flestir þorpsbúa komu saman við kofan okkar og borðuðu með okkur kjúkling eldaðan í pálmalaufi og hrísgrjón, drukkum huayusa te, sem er víst allra meina bót, með viðbættum landa að hætti Ekvadorbúa. Það var mikil leynd meðal þorpsbúa en trommusláttur heyrðist bak við kofann og stuttu seinna komu þrír karlmennirnir úr þorpinu ásamt þremur börnum fram í strápilsum og ber að ofan, með hefðbundin hljóðfæri og sungu fyrir okkur og spiluðu. En það var ekki gert ókeypis, því Kristín var svo dregin fram og látin syngja undir eigin trommuslætti íslensk lög, meðal annars Krummi svaf í klettagjá, Öxar við ána og vakti mikla lukku og nokkrir þorpsbúar tóku vel valin dansspor.

Eins og tíminn okkar í Wachimak og síðasta kvöldið hafi ekki verið nógu fullkomið, þá komu Ernesto og konan hans Ernestina okkur all svakalega á óvart með yfirlýsingu sinni að þau vildu að Þrúður yrði guðmóðir yngsta sonar þeirra, Robinson Andy, og var hann skírður þá og þegar undir hefðbundinni Kichwa skírnarathöfn, þar sem guðmóðirin tekur við barninu og heldur höfðinu í átt þar sem sólin rís að morgni og skírnarvatninu hellt yfir kollinn á barninu. Síðan fer guðmóðirin/faðirinn á hné og tekur utan um faðir barnsins, þau kyssa hvort annað á hendurnar, og svo sama gert með móður barnsins, og þar með hafði Þrúður tekið að sér starf guðmóður Robinsons Andy, í Kichwa indíánaþorpinu í Amazon regnskógi Ekvador.

Bakpokaferdir.com og Wachimak þorpið

Ég (Þrúður) hafði upphaflega samband við Jacobo í sambandi við ferðasíðuna Bakpokaferdir.com / Bakpokinn.com því ég ætla að bjóða upp á sjálfboðaliðastarf í samstarfi við fólkið í Wachimak, þar sem íslensku sjálfboðaliðum gefst kostur á að fara til þorpsins, dvelja með indíánunum og hjálpa þeim, annað hvort á ökrunum eða við kennslu í barnaskóla þorpsins. Þess vegna var haldinn fundur með þorpsbúum, sem einna helst líktist blaðamannafundi, þar sem við ræddum saman um uppbyggingu sjálfboðaliðastarfsins, þróun í ferðaþjónustu í Wachimak þorpinu, möguleika og veltum fyrir okkur hinum ýmsu hugmyndum. Það var ótrúlega gaman að fá möguleika til þess að ræða við forseta samfélagsins, meðstjórnendur og skipuleggjendur og setja upp beinagrind að hjálparstarfi í þorpinu, hvað þeim vantar, hvað þau hafa þörf fyrir, hvaða vandamál steðja að þeim og hvernig sjálfboðaliðar geta haft bein áhrif á lífsgæði fólks. Einnig mun ég sjá um að búa til heimasíðu þorpsins og aðstoða þau í öllu sem ég get.

Upphaflega ætluðum við Kristín að fara til Shuar indíánaflokks í Puyo sýslu, en þar sem Wachimak var meira framandi, lengra inni í skóginum og með minna þróaðari infrastrúktúr en Shuar þorpin sem hafa fengið mikla utanað komandi aðstoð og búa í mörgum tilfellum nánast við þjóðvegina, þá ákváðum við að fara til Wachimak í staðinn, og við sáum alls ekki eftir því. Reynslan var ótrúleg, fólkið var svo vingjarnlegt og tilbúið að hlusta, deila með okkur lífi sínu og sögu. Okkur langar báðar að fara aftur, og það var rosalega erfitt að kveðja fyrr í dag, föstudag.

Varanleg vefslóð Færðu inn athugasemd

Komin tími á faerslu

26 janúar, 2008 at 7:27 e.h. (Almennt efni)

Thad var búid ad vera rólegt ad gera hérna í La Serena fyrstu vikuna eftir ad ég kom frá Argentínu. Bara dunda mér í raektinni, versla, skipti um hús svo ad núna er ég í miklu meira prívat, med eigin badherbergi, smá verönd og kapalsjónvarp med endalausum stödvum, medal annars uppáhalds stödvunum mínum Universal Channel og Warner Channel.

Naesta vika var ödruvísi.

Afmaeli Ro, kaerustu Rodrigo vinar míns á laugardaginn
Afmaeli Paulu, kaerustu Noler vinar míns á thridjudaginn
Afmaeli Checura, vinar Noler vinar míns á föstudaginn

Og romm upp á alla thessa daga.

Hérna eru myndir úr partíinu í gaer, föstudag.

cumple1.jpg
Ég, í minni réttu stödu, med rommflöskuna og glas í stíl

cumple2.jpg
Noler og ég

cumple3.jpg
Chino, Andrea og Huaso

cumple4.jpg
Ég og Muppet

Fyrir utan thetta hef ég svosem ekkert ad segja. Bongóblída alla daga, aldrei rigning né rok. Nice.

Varanleg vefslóð 4 athugasemdir

Ég fer í háskóla… !

9 janúar, 2008 at 4:38 e.h. (Ferðalög)

Jaeja thá er thad komid á hreint, eftir mikid stred og mikinn pirring og stress og mikid margar símhringingar og heilabrot thá gekk thetta allt saman upp med vegabréfsáritun fyrir námsmenn hjá mér og ég mun thví fara í háskóla í Villa Union í La Rioja sýslu frá og med 17. mars 2008 ad laera Vistvaena ferdathjónustu.

  • Komin med tímabundid dvalarleyfi sem haegt er ad endurnýja á 3ja mánada fresti
  • Ordin skrád inn í Universidad Nacional de la Rioja, Turismo Ecologico
  • Komin med húsid og búid ad ganga frá tryggingu og leigu fyrsta mánudinn, en thetta er 2ja svefnherbergja med badherbergi, stofu med arinn og eldhúskrók, massífur gardur med fullt af ávöxtum eins og ferskjur og vínber og staura fyrir hengirúmid mitt
    Heimilisfangid er:
    Thrudur Helgadottir,
    Barrio Palermo,
    Calle San Nicolas Davila Sur,
    5350 Villa Union, La Rioja,
    Argentina.
  • Búin ad finna Golden Retriever hundaraektanda sem ég aetla ad kaupa hvolp af

Thetta er thad sem ég er búin ad vera ad vinna í sídustu daga, en ég skrapp til Argentínu frá Chile til ad saekja tölvuna mína og redda thessum  skólamálum og ganga frá húsaleigu. Thad var samt ekki allt ad ganga alltof audveldlega, thví í fyrsta skiptid sem ég fór núna til Migraciones (innflytjendastofnun) í La Rioja afgreiddi mig karlasni og thad er augljóst ad thad er ekki allt í lagi heima hjá honum. Hann nennir klárlega ekki ad vinna starfid sitt thví thar sem hann hafdi aldrei thurft ad sinna erindi erlends námsmanns frá Evrópu og vissi thar med ekki hvad hann aetti ad gera thóttist hann vera alvitur og sagdi ad thetta myndi ekki ganga upp thví ég yrdi ad saekja um áritunina hjá sendirádi Argentínu í Noregi, thad sama og sami karlasninn sagdi mér thegar ég fór til Migraciones í september sem vard til thess ad allt var stopp í svona langan tíma. En núna vissi ég betur thví ég var búin ad tala vid sendirád Argentínu í Noregi, Englandi og Chile, auk thess vad einn úr yfirvöldum háskólans búinn ad tala vid adalskrifstofu Migraciones í Buenos Aires og lögfraedingurinn sem fór med mér í thetta skiptid hafdi líka talad vid adra manneskju um mál mitt á Migraciones í La Rioja og vid vissum thví ad thetta vaeri kjaftaedi sem kallinn vaeri ad segja, en hvernig áttum vid ad fá hann til ad vinna umsóknina mína ef hann bara hardneitar allri vitneskju, sama thó ég segdi honum ad ALLIR bentu á Migraciones í La Rioja til ad vinna umsóknina!!! Ég vard alveg sótvond út í hann, spurdi hann nú bara HVAR Í ÓSSKÖPUNUM ég aetti eiginlega ad fá visad thá!!!!!!! Hjá gudi!!!!?!?!??! Hann hálfpartinn jánkadi thessu hjá mér!!! Grrrr!!! Og ég sagdi honum thá ad hann vissi klárlega ekki hvad hann vaeri ad tala um, ad hann aetti kannski ad prófa tól sem héti sími og hringja í sendirád Argentínu í Chile ed Migraciones í Buenos Aires og sjá hvad their myndu segja en hann sagdi thá bara í hrokatóni ad hann hefdi reglulega samband vid migraciones í buenos aires og eftir theim upplýsingum sem hann vaeri med frá theim thá gaeti hann ekki unnid umsóknina hér. Thá sagdi ég honum ad ég hafdi hringt í Sendirád Argentínu í Chile thar sem their höfdu spurt mig hvadan í ósköpunum ég hafdi fengid thessar upplýsingar, ad ég gaeti ekki fengid áritunina gegnum Migraciones í La Rioja, og thegar ég sagdi theim á sendirádinu ad thad vaeru gaukarnir í La Rioja sem segdu thad, thá sagdi madurinn á sendirádinu ad thad vaeri nú bara hid mesta kjaftaedi og aetladi sko sannarlega ad hringja til Migraciones í Buenos Aires og spyrja thá hvad gengi nú eiginlega á hjá samstarfsfélögum theirra í La Rioja, og aetladi eftir thad ad hringja til La Rioja. Karlasninn fékk thví ad vita ad hann myndi skömmu seinna fá rassskell frá yfirmönnum sínum í Migraciones í Buenos Aires og sendirádi Argentínu í Santiago, thegar ég sagdi honum ad Sendirádid í Chile myndi hringja… thá spurdi hann paranoid; „HVAD HÉT SÁ Í SENDIRÁDINU SEM THÚ TALADIR VID???“

Daginn eftir fór ég aftur á móti aftur á Migraciones med lögfraedingnum, en í thetta sinn til ad tala vid konu sem vinnur thar og hún reddadi alveg málunum, sagdi ad ef okkur taekist ekki ad fá stúdentavisad strax, thá fengi ég allavegana tímabundid dvalarleyfi sem er líka leyfi til thess ad laera, sem haegt er ad endurnýja endalaust, eda thangad til stúdentavísad gengur í gegn, en fyrir thad er allt klárt nema hvad ad thad vantar einhverskonar lögsetningu á pappírana mína sem er víst haegt ad fá í Buenos Aires.

Núna er ég aftur á móti í Cordoba thar sem  ég hef hugsad mér ad fara til tannlaeknis og láta laga tölvuna mína.

Yfir og út 🙂

Varanleg vefslóð Færðu inn athugasemd

Mánudagspistlar ordin lidin tíd

1 janúar, 2008 at 5:18 e.h. (Ferðalög)

GLEDILEGT 2008!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Er núna komin til La Serena í Chile. Thetta er strandbaer í nordur Chile thar sem langflestir vinir mínir búa. Leigi hér herbergi á um 8000 kr á mánudi, á besta stad í baenum. En thar sem thad er ekkert brjálad ad gera hjá mér verda ekki jafn miklar fréttir hédan og ádur, s.s. engir semi-reglulegir mánudagspistlar.

Er búin ad taka thví vodalega rólega, versla, horfa á sjónvarp, tölvast, djamma… og á morgun fer ég til Argentínu ad öllum líkindum, til ad saekja lappann minn sem er í Villa Unión.

Um jólin var ég heima hjá Claudio vini mínum og fjölskyldu hans og thau budu mér svo aftur til sín um áramótin. Í Chile er svo alltaf djammad feitt á jólunum og var ekkert breytt theirri hefd í thetta skiptid. Daginn fyrir áramótin hringdi svo Rodrigo í mig og spurdi hvort mig langadi ekki ad kíkja heim til hans og fylgjast med honum og félögum hans aefa fyrir tónleika, en hann spilar á trommur. Thar var drukkid, strákarnir spiludu rokk tónlist og svo var farid ad fá sérad borda kl. 22 og um midnaetti fórum vid heim til gaurs sem var drukknari en nokkur drukkinn madur sem ég hef séd lengi. Enda entist hann ekki lengi eftir ad vid komum og dó í sófanum og allir adrir héldu áfram ad skemmta sér, sátu úti í gardi og spjölludu um alls konar vitleysi… held ég hafi ekki hlegid meira sídan vid Kristín tókum seríuna okkar heima hjá mér á Brúnöldunni á afmaelinu mínu eitt árid!!!!!!

Ég er svo endanlega ordin vör vid thad ad Ísland er ad taka yfir heiminn. Latibaer er búinn ad raena jólunum, en med jólasveininum á trukknum sínum í Iquique, Chile voru allir karakterarnir úr Latabae (augljóslega ekki original leikararnir) ad kasta nammi til krakkanna… svo var ég ad leita mér ad bók til ad lesa í bókabúd, og thar var alveg sería af lesbókum, myndabókum og litabókum um Latabae fyrir krakka á öllum aldurshópum. Hérna í Chile er ekki til svo mikid sem EIN manneskja sem hefur ekki heyrt um Lazy Town. Svo fór ég inn á Blockbuster videoleiguna hérna sem er 50 m frá húsinu mínu, og rakst ég ekki á NÓA ALBÍNÚA thar! Á íslensku med spaenskum texta. Thurfti svo ad skreppa út í verslunarmidstöd og thar var verid ad spila Björk. Einnig var verid ad spila Sigurrós á barnum á hostelinu í Lima, Peru thegar ég kom thangad. Og ekki ad gleyma ad á MSN getur madur séd hvad fólk er ad spila í Windows Media Player og kemur thad mjög svo oft fyrir ad fólk sé ad spila Emilíunu Torrini, Björk, Quarashi, Sigurrós, Mugison og Múm. Og thetta er ekki eitthvad sem ég hef verid ad kynna fólki fyrir thví ekkert af thessu er minn tónlistarstíll nema kannski Quarashi.

Glaesilegt, eh????

Varanleg vefslóð 5 athugasemdir

Next page »